Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipar áfram fyrsta sæti á lista sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Njáll Trausti Friðbertsson verður í öðru sæti listans en aðeins munaði nokkrum atkvæðum á honum og Valgerði Gunnarsdóttur, sem hafnaði í þriðja sæti. Þetta kemur fram í Twitterfærslu Sjálfstæðisflokksins um úrslit prófkjörs í Norðausturkjördæmi.