Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kristján Þór hlaut örugga kosningu

Mynd með færslu
 Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipar áfram fyrsta sæti á lista sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Njáll Trausti Friðbertsson verður í öðru sæti listans en aðeins munaði nokkrum atkvæðum á honum og Valgerði Gunnarsdóttur, sem hafnaði í þriðja sæti. Þetta kemur fram í Twitterfærslu Sjálfstæðisflokksins um úrslit prófkjörs í Norðausturkjördæmi.

Morgunblaðið greindi fyrst frá niðurstöðu úr kjöri í efstu tvö sætin. 

Arnbjörg Sveinsdóttir verður í fjórða sæti, Elvar Jónsson í fimmta sæti og Melkorka Ýr Yrsudóttir í því sjötta.  Kosið var um sex efstu sætin, hvert um sig. Tíu frambjóðendur hafa gefið kost á sér. Á morgun ber kjörnefnd fram tillögu að skipan listans í heild.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur klukkan 19 í kvöld. Talning fer fram í fyrramálið. 
Greint verður frá niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í fréttum Sjónvarps í kvöld. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV