Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.
Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til verðlaunanna í ár. Kristín Eiríksdóttir fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Kristín Ómarsdóttir fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum. Báðar bækurnar komu út árið 2017.