Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Krefjast styttri vinnuviku

19.03.2013 - 13:37
Mynd með færslu
 Mynd:
SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu krefst þess að stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur taki höndum saman um leiðréttingu kynbundins launamunar og styttingu vinnuviku í 36 klukkustundir.

Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar SFR.  Þar krefst stéttarfélagið einnig þess að lögfest verði að vinnuvika vaktavinnufólks verði ekki lengri en 80% af vinnuviku dagvinnufólks og vísar í lýðheilsurannsóknir máli sínu til stuðnings.

Þá krefst aðalfundur SFR þess að viðræður um stofnanasamning félagsins við Landspítala verði hafnar án tafar og minnir á að yfirlýsing stjórnvalda um leiðréttingar á launum kvenna nái til allra félaga.