Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Krakkar í krummusæti

03.11.2014 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Eyrún Huld Ásvaldsdóttir dó ekki ráðalaus þegar henni gekk illa að finna hentugan barnahnakk handa Hröfnu dóttur sinni. Hún hannaði einfaldlega það sem þær vantaði, lítið aukasæti sem fest er á hnakknefið. Uppfinningin kallast krummusæti, það er nefnt í höfuðið á Hröfnu en hún er alltaf kölluð Krumm

Fyrsta útgáfan var búin til úr gömlum kodda og axlaböndum en svo tóku hjólin að snúast þegar Eyrún fékk verðlaun í nýsköpunarkeppni og hóf í kjölfarið samstarf við Kristin Ingibjörnsson hjá Tjalda- og seglaþjónustunni á Akureyri. Þær Eyrún og Krumma prófuðu krummusætið á klárnum Væringja og líkaði stórvel. 

Eyrún deildi skemmtilegri vísu með Landanum um krummusætið góða, sem mun komin frá móður hennar: 

Á krummusætið krakkinn fer,
keikur söngva glaður.
Elst þá upp í örmum þér
ungur hestamaður.