Athugið þessi frétt er meira en 13 ára gömul.

Krafturinn ekki aukist

23.03.2010 - 11:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var jafnt og stöðugt í nótt og í morgun, að sögn Þórunnar Skaptadóttur á jarðskjálftadeild Veðurstofunnar. Krafturinn hefur ekki aukist, eins hann gerði hægt og bítandi í gær, heldur staðið að meðaltali í stað í nótt. Sveiflur eru þó í gosinu.

Um hálf níu leytið í gærkvöld var gufusprenging þegar kvika  komst í snertingu við ís og reis gufustókur  þá upp frá gossprungunni og náði 7 kílómetra hæð. Um sjöleytið í morgun kom önnur öflug óróahviða. Frá miðnætti hefur á annan tug smáskjálfta mælst með upptök undir Eyjafjallajökli og eru þeir allir minni en tveir að stærð.