Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var jafnt og stöðugt í nótt og í morgun, að sögn Þórunnar Skaptadóttur á jarðskjálftadeild Veðurstofunnar. Krafturinn hefur ekki aukist, eins hann gerði hægt og bítandi í gær, heldur staðið að meðaltali í stað í nótt. Sveiflur eru þó í gosinu.