Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kraftmikil borhola hjá Norðurorku

21.06.2018 - 15:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Nýjasta vinnsluholan í hitaveitu Norðurorku á Hjalteyri hefur reynst ein aflmesta borhola á lághitasvæði hér á landi. Borun holunnar lauk á fösudag, en hún er þriðja borholan á jarðhitasvæðinu við Hjalteyri.

Holan er tæplega 1.300 metra djúp, boruð með sverari bor en hinar og er því mun víðari og getur flutt meira vatn til yfirborðs. 

Borinn Sleipnir er talinn hafa hitt vel á jarðhitakerfið á þessu svæði og vísindamenn Ísor segja að svokallaður vinnslustuðull holunnar sé með því hæsta sem sést hefur við sambærilegar aðstæður.

Mynd með færslu
 Mynd: Norðurorka
Vatn streymir af krafti úr holunni

Vatnið er um 87 gráðu heitt en frekari mælingar og reynslu þarf til að skera nákvæmlega úr um hve miklu vatni holan skilar til frambúðar.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV