Köttur fastur uppi í tré í rúma 2 sólarhringa

17.07.2018 - 17:19
Mynd með færslu
 Mynd: Facebook - Ketill Sigurjónsson
Lítill svartur köttur hefur verið fastur hátt uppi í tré í Birkigrund í Kópavogi í að minnsta kosti frá því á sunnudag. „Hann var þarna ennþá þarna rétt áðan,“ segir Ketill Sigurjónsson, sem býr í næsta húsi, en hann birti meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni. Hann segir að slökkviliðið hafi komið til að ná kettinum niður en stiginn hafi reynst vera of stuttur.

Ketill segir að garðarnir þarna séu stórir með miklum trjágróðri. Aðspurður segist Ketill telja að kötturinn eigi heima í Lundi sem er þarna skammt frá. 

„Hann hefur verið þarna að minnsta kosti frá því í hádeginu í gær og jafnvel daginn áður,“ segir Ketill. Kötturinn sé jafnvel kominn lengra upp í tréð en þegar hann gáði síðast fyrr í dag. 

Hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengust þær upplýsingar að farið hafi verið á staðinn á sunnudag og það sé rétt að stiginn hafi ekki náð nógu hátt upp. Slökkviliðsmenn hafi beðið fólkið um að hafa samband ef kötturinn kæmi ekki aftur niður.  

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi