Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kött Grá Pjé - Foo Fighters og U2

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Kött Grá Pjé - Foo Fighters og U2

02.11.2018 - 18:41

Höfundar

Gestur Füzz í kvöld er rapparinn og skáldið Kött Grá Pjé sem sagði fyrir skemmstu að hann væri hættur að rappa, en hætti svo við það.

Hann segir okkur hvers vegna í þættinum og spilar líka fyrir okkur tvö lög af uppáhalds ROKKplötunni sinni. Hann heimsækir Füzz um klukkan 21.00

Plata þáttarins er plata önnur breiðskífa bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters, the Colour and the Shape sem kom út 1997.

Þó hún sé önnur plata Foo Fighters er hún eiginlega fyrsta plata hljómsveitarinnar Foo Fighters. Fyrstu plötuna (Foo Fighters – 1995) gerði Dave Grohl meira og minna einn síns liðs en þarna var Foo Fighters orðin hljómsveit.

Platan er ansi lituð af því að Dave Grohl var að skilja á þessuum tíma og hann hugsaði plötuna eins og þerapíu. Það skiptast á hröð lög og hægari. Læti og rólegheit.

Þarna eru mörg af þekktustu lögum Foo Fighters eins og Monkey Wrench, Everlong og My Hero sem öll voru mikið spiluð í rokkútvarpi á sínum tíma og sveitin er enn að spila þessi lög á tónleikum.

Platan var tilnefnd til Grammy verðlauna 1998 í flokknum Besta rokkplatan. John Fogerty hreppti styttuna fyrir plötuna Blue Moon Swamp.

The Colour and the Shape er mest selda plata Foo Fighters og hefur selst í meira en tveimur milljónum eintaka bara í Bandaríkjunum. Hún náði á sínum tíma 10. sæti í Bandaríkjunum og 3. sæti breska vinsældalistans.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20; GARG-fréttir eru á sínum stað og A+B er svo að þessu sinni með U2.

Lagalisti kvöldsins!
The Vintage Caravan - The way
Volcanova - Super duper van
Neil Young & Pearl Jam - I´m the ocean
Allman Brothers - Jessica
Wilco - A shot in the arm
Drangar - Örmagna
Foo Fighters - Everlong (plata þáttarins)
The Ramones - Blitzkrieg bop
Wolfmother - Woman
Judas Priest - Firepower
AC/DC - Back in black
Thin Lizzy - Cowboy song
GARG-FRÉTTIR
The Who - Who are you
John Fogerty - Walking in a hurricane
Foo Fighters - My hero (plata þáttarins)
Queens of the Stone Age - Tangled up in plaid
The Stranglers - Nice N´sleazy
KÖTT GRÁ PJÉ MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA
Otis Redding - That´s how strong my love is
KÖTT GRÁ PJÉ II
The Band - Unfaithful servant
KÖTT GRÁ PJÉ III
The Band - King harvest
T. Rex - Children of the revolution
A+B
U2 - Who´s gonna ride your wild horses (A)
U2 - Paint it black (B)
U2 - Fortunate son (B2)
Foo Fighters - Monkey Wrench (plata þáttarins)
Blood for blood - Ain´t like you
Buzzcock - Ever fallen in love (with someone you should´nt have)
Iggy Pop - The passenger
The Strokes - Last nite

Tengdar fréttir

Tónlist

Margrét Gústavs - Rokk í Reykjavík og AC/DC

Tónlist

Kiddi Kanína - Primal Scream og Jeff Beck

Tónlist

Hera - Beatles og Oasis

Tónlist

Danni Pollock - AC/DC og Led Zeppelin