Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kosningum í Nígeríu frestað um viku

16.02.2019 - 04:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Kjörstjórn í Nígeríu ákvað í gærkvöld að fresta forseta- og þingkosningum í landinu um viku. Kjörstaðir áttu að vera opnaðir í dag en AFP fréttastofan hefur eftir Mahmood Yakubu, yfirmanni kjörstjórnar, að aðstæður leyfðu það ekki. Þær verða því 23. febrúar.

Leiðtogar tveggja stærstu flokka landsins, forsetinn Muhammadu Buhari og helsti andstæðingur hans Atiku Abubakar, lýstu báðir yfir óánægju með ákvörðun kjörstjórnar, og kenndu hvorum öðrum um að hafa áhrif á kjörstjórnina.

Kosningabarátta í Nígeríu verður oft hörð og pólitískt ofbeldi þrífst oft í kringum þær. Abubakar kallaði eftir því að stuðningsmenn sínir sýni ró, og fjölmenni svo á kjörstað að viku liðinni.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV