Kosningaréttur og konur á Dalvík

Mynd: ?? / wikimedia

Kosningaréttur og konur á Dalvík

19.06.2015 - 15:51

Höfundar

Það voru ekki eingöngu konur sem fengu kosningarétt árið 1915 heldur líka sá hluti vinnumanna sem hafði setið eftir þegar kosningalögum var breytt 1903. En ákveðnir hópar samfélagsins fengu þó ekki kosningarétt fyrr en 1934.

Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur segir í Samfélaginu frá aðdraganda þess að konur, og þeir karlar sem eftir sátu, fengu kosningarétt.

Langur aðdragandi var að því að konur fengu kosningaréttinn, meðal annars höfðu árið 1907 um 11 þúsund konur sett nafn sitt  á undirskriftarlista þar sem beðið var um kosningarétt þeim til handa.

Margrét segir ennfremur frá sýningarröð sem sett er upp á Dalvík og standa mun næsta árið. Þar verður kastljósinu varpað á 12 konur úr byggðarlaginu.