Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kosningar í Síle: Tvísýnt um niðurstöður

17.12.2017 - 13:01
epa06390487 Supporters gather for the closing campaign rally for Social Democrat Radical Party presidential candidate Alejandro Guillier in Santiago, Chile, 14 December 2017. The second round of presidential elections in Chile takes place on 17 December
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Sílemenn ganga til kosninga í dag en kosið skal um næsta forseta landsins og arftaka sósíalistans Michelle Bachelet, sem verið hefur forseti síðan 2014 og þar áður frá 2006 til 2010. Bachelet var þá fyrsta konan til að gegna embætti í landinu. Um 14 milljónir eru á kjörskrá í Síle og kosið verður á fleiri en 43 þúsund kjörstöðum, segir í frétt AFP.
epa06390482 Right-wing presidential candidate Sebastian Pinera greets his supporters during a closing campaign rally at the Caupolican Theater in Santiago, Chile, 14 December 2017. The second round of presidential elections in Chile takes place on 17
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Sebastian Pinera

Tvísýnt er um niðurstöður kosninganna en mjótt er á munum milli Sebastián Pinera, milljarðamærings og viðskiptajöfurs sem gegndi embætti forseta milli áranna 2010 til 2014, og mótherja hans Alejandro Guillier, sem hefur sótt nokkuð á í könnunum í aðdraganda kosninga. Guillier fékk yfirlýstan stuðning fráfarandi forseta og hefur lofað að halda áfram stefnu hennar að mörgu leyti.

Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að fylgst verði grannt með kosningunum. Undanfarin ár hafa íhaldsmenn komist til valda í ríkjum rómönsku Ameríku þar sem áður réðu ríkjum vinstri sinnaðir stjórnmálamenn og nú sé spurningin sú hvort sama þróun haldi áfram. Sigur Pinera myndi treysta þessa þróun enn frekar í álfunni.

epa06390494 Social Democrat Radical Party presidential candidate Alejandro Guillier delivers a speech during a closing campaign rally in Santiago, Chile, 14 December 2017. The second round of presidential elections in Chile takes place on 17 December 2017
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Alejandro Guillier
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV