Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Kosning: Taktu þátt í að velja jólalag Rásar 2

Mynd með færslu
 Mynd: Negative Space - Pexels

Kosning: Taktu þátt í að velja jólalag Rásar 2

05.12.2017 - 15:48

Höfundar

Um 40 frumsamin jólalög bárust í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár og nú eru átta þeirra komin í úrslit. Nú viljum við fá álit landsmanna á þessum átta lögum – hvert þeirra þykir þér best?

Jólalagakeppni Rásar 2 er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi RÚV en hún er nú haldin í fimmtánda sinn. Sérstök dómnefnd fór í gegnum öll innsend lög í keppninni í ár og valdi átta lög til úrslita. Það er síðan í höndum landsmanna að kjósa úr þeim sitt uppáhalds jólalag.

Lögin átta verða flutt dagana 5.-13. desember á Rás 2. Úrslitin verða tilkynnt fimmtudaginn 14. desember á Dagvaktinni en lagið sem verður fyrir valinu fær útnefninguna jólalag Rásar 2 árið 2017. Sigurvegarinn fær jafnframt vegleg verðlaun frá Tónastöðinni, Svefni og heilsu og Sjávargrillinu.

Hlustaðu á lögin hér fyrir neðan og kjóstu það sem þér þykir best.