Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kósíheit á Kanínueyju

Mynd:  / 

Kósíheit á Kanínueyju

19.01.2018 - 11:10

Höfundar

Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.

Á eyjunni er mikið af spökum húsdýrum sem trítla glaðlega í kringum þau, en þó voru þar engar kanínur. Þau verða vitni að brúðkaupsmyndatöku og safna kuðungum.