Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Kosið um 184 framboðslista í vor

Mynd með færslu
 Mynd:
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.

Í átján sveitarfélögum eru engir listar í framboði heldur verða þar óhlutbundnar kosningar, sem þýðir að allir kjörgengir íbúar sveitarfélagsins eru í kjöri. Þetta eru Akrahreppur, Árneshreppur, Ásahreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalabyggð, Fljótsdalshreppur, Grýtubakkahreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Skorradalshreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tálknafjarðarhreppur.

Í þremur sveitarfélögum er aðeins einn listi í boði og þar er því sjálfkjörið: Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Vesturbyggð.