Kortleggja botn Breiðafjarðar

15.10.2017 - 20:00
Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV/Landinn
„Þetta er sennilega það svæði á landinu sem er mest krefjandi. Það eru óteljandi eyjar og sker og það geta verið þungir straumar hérna, þetta er krefjandi en það er gaman og skemmtilegt í leiðinni," segir Guðmundur Birkir Agnarsson, sjómælingamaður á varðskipinu Baldri sem var við dýptarmælingar á Breiðafirði í sumar.

Hafsbotninn í kringum Ísland er ekki eins vel kortlagður og halda mætti. Víða eru stór svæði ómæld eða fyrri mælingar orðnar gamlar og úreltar. Hafsbotninn breytist líka vegna strauma og því þarf stöðugt að uppfæra eldri mælingar - um það sjá starfsmenn sjómælingasviðs Landahelgisgæslunnar en Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og sjókortagerð hér á landi. 

„Í þessum mælingum á Breiðafirði stefnum við að því að gefa út fjögur kort," segir Guðmundur Birkir en sjókort af þessu svæði byggja að hluta til á gömlum handlóðamælingum frá árinu 1915 auk þess sem stór svæði hafa aldrei verið mæld.  „Við erum með svokallaðan fjölgeislamæli. Hann mælir til beggja hliða og með þessu þá hver einasti steinn mældur á botninum."

thorgunnuro's picture
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi