Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Kornsnákur fannst í Krónunni

04.10.2013 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Kornsnákur fannst í Krónunni við Vallarkór í Kópavogi í morgun. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir var þar að kaupa inn með tveimur dætrum sínum þegar önnur hrópaði að það væri snákur að elta sig. Gunnhildur segist hafa snúið sér við og séð að barnið hafði rétt fyrir sér.

Snákurinn hafi verið um metri að lengd, brúnn og gulur að lit og stungið tungunni út um kjaftinn. Gunnhildur segir að sér hafi verið mjög brugðið við að sjá snákinn. 

Ólafur Ragnarsson hjá Krónunni segir að dýrið sé kornsnákur. Búið sé að klófesta hann og meindýraeyðir hafi þegar fargað honum. Verið sé að athuga hvaðan dýrið kom, meðal annars með því að skoða myndir úr eftirlitsmyndavélum. 

Hér má sjá umfjöllun Wikipediu um kornsnáka