Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kornfleksmuffinskökur – Afmæliskornflekskökur

Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm
Kornflekskökur eru sem himnasending fyrir örmagna foreldra sem eru að fara halda upp á afmæli barna sinna. Það tekur enga stund að búa þær til og allir elska þær. Við gerum þær líka oft á laugardagskvöldum. Svona sparikökur eru miklu hollari en flest búðarkeypt sælgæti... og líka miklu betri!

Kornfleksmuffins kökur – Afmæliskornflekskökur

100 g lífrænt karamellusúkkulaði (eða annað sem þið kjósið)
100 g 70% súkkulaði
U.þ.b. 50-60 g smjör (eða 40 g kaldpressuð kókosolía/kakósmjör)
3-4 bollar kornfleks, kínóapops eða annað eftir smekk (lífrænt)

Bræðið allt saman í potti varlega (ekki sjóða/brenna!!)
Setjið kornfleks saman við eftir smekk (mér finnst líka quinoa-pops gott)
Setjið í eitt stórt mót eða mörg lítil muffinsform og kælið í ísskáp í smástund.

** Hér má vel nota 200 g  af 56% súkkulaði eða 200 g  af 70% súkkulaði. Það þarf ekki að nota karamellusúkkulaði frekar en maður vill.
** Þessi uppskrift ætti að gera um 15 stk. en fer eftir stærð formanna
**Þið getið bætt við um 10 dropum af vanillu- eða karamellustevía ef þið viljið sætara bragð.

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir