Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Kóralrif í hættu

09.07.2012 - 09:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Kóralrifum í heiminum hnignar hratt og alþjóðlegar aðgerðir í loftlagsmálum eru nauðsynlegar til að bjarga því sem eftir er af þeim. Þetta segja meira en 2600 vísindamenn sem sérhæfa sig í lífríki hafsins í yfirlýsingu í dag.

Ráðstefna um afdrif kóralrifa stendur nú yfir í bænum Cairns í Ástralíu. Rifin eru sögð í mikilli hættu vegna hækkandi hita- og sýrustigs sjávar, ofveiði og mengunar frá landi. Allt að 85% af kóralrifum í Karabíahafinu hefur horfið á undanförnum þrjátíu og fimm árum.