Kópavogur greiðir bætur

14.10.2010 - 16:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjanes þess efnis að Kópavogsbær þyrfti að greiða Skógræktarfélagi Reykjavíkur hátt í 20 milljónir króna fyrir að hafa látið verktaka fjarlægja tæplega 560 tré úr Heiðmörk vegna framkvæmda við vatnsveitu Kópavogs vorið 2007.

Bærinn taldi að Skógræktin hefði ekki sýnt fram á að hún hefði orðið fyrir tjóni en í dómnum er bent á matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna um að tjónið hafi numið rúmum 22 milljónum króna. Skógræktin gerði einnig skaðabótakröfu á verktakafyrirtækið Klæðningu, sem fjarlægði trén, en þeirri kröfu var hafnað.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi