Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Konur sigursælar á Kraumsverðlaununum

Mynd með færslu
 Mynd: Kraumur

Konur sigursælar á Kraumsverðlaununum

12.12.2017 - 19:10

Höfundar

Sólveig, Cyber, Sigrún, GlerAkur, JFDR og Hafdís Bjarnadóttir hlutu í dag Kraumsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bryggjunni í dag.

Þetta er í tíunda skiptið sem verðlaunin er afhent en í þetta skiptið eru fimm af sex verðlaunahöfum tónlistarkonur eða hljómsveitir skipaðar eingöngu kvenkyns listamönnum. Þessar sex plötur voru valdar af úrvalslista 25 platna, en dómnefnd verðlaunar þau verk sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika á hverju ári. 

Verðlaunin eru ekki bundinn neinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að vinna verðlaunin. Að þessu sinni fór dómnefndin yfir 374 útgáfur í störfum sínum og urðu þessar skífur á endanum hlutskarpastar:

Sólveig Mathildur –  Unexplained miseries

Cyber – Horror

Sigrún Jónsdóttir – Smitari

GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now

JFDR – Brazil

Hafdís Bjarnadóttir – Já

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna kynntur