Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Konur og börn myrt í ættbálkastríði

epa07601198 (FILE) - Papua New Guinea (PNG)'s Prime Minister Peter O'Neill speaks at the National Press Club in Canberra, Australia, 03 March 2016 (reissued 26 May 2019). According to media reports on 26 May 2019, Papua New Guinea Prime Minister Peter O'Neill has resigned. Reports state that his resignation comes in the wake of defections from his People's National Congress Party as well as an apparent coming attempt by is opponents in parliament to seek his removal from office.  EPA-EFE/MICK TSIKAS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: epa
Minnst 23 manneskjur, þar á meðal konur og kornabörn, voru myrt í blóðugum ættbálkaerjum í afskekktu fjallasvæði í Hela-héraði á Papúa Nýju Gíneu síðustu daga. Hörð átök brutust út milli ættbálka um helgina og í tvígang kom til blóðsúthellinga. Á sunnudag vorun fjórir karlar og þrjár konur myrt í þorpinu Munima, samkvæmt EMTV-fréttastöðinni á Papúa Nýju Gíneu.

Barnshafandi konur á meðal fórnarlamba

Á sunnudag vorun fjórir karlar og þrjár konur myrt í þorpinu Munima, samkvæmt EMTV-fréttastöðinni á Papúa Nýju Gíneu. Á mánudag voru svo sextán manneskjur, allt konur og börn, brytjaðar niður í þorpinu Karida. Tvær kvennanna voru barnshafandi, samkvæmt EMTV. Ekki er vitað hver kveikjan var að þessum nýjustu blóðsúthellingum, en viðsjár hafa verið með nokkrum ættbálkum á þessu svæði árum og áratugum saman, með tilheyrandi vígaferlum.

Mannskæðustu átök um árabil

James Marape, forsætisráðherra, segir á Facebook að morðin hafi verið framin af byssumönnum úr þremur ættbálkum. Átök síðustu daga eru þau mannskæðustu sem þarna hafa orðið um langa hríð. 24 dauðsföll eru staðfest, segir William Bandi héraðsstjóri í Hela-héraði við fréttamann AFP, og óttast hann að fleiri hafi týnt lífinu.

Forsætisráðherrann Marape, sem er frá Hela-héraði, segir þetta mesta sorgardag sem hann hafi upplifað og spyr hvernig 60 lögreglumenn eigi að gæta laga og reglu í 400.000 manna samfélagi. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV