Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Konur í meirihluta stjórnar BÍ

07.03.2013 - 11:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Konur eru í meirihluta í stjórn Bændasamtaka Íslands í fyrsta sinn eftir að kosið var til stjórnar í gær. Stjórnina skipa nú fjórar konur og þrír karlar, til næstu þriggja ára.

Stjórnina skipa Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri, Guðbjörg Jónsdóttir á Læk, Þórhallur Bjarnason á Laugalandi, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni og Vigdís Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum.