Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir ráð og stjórnir á vegum ráðuneyta. Þar kemur fram að fjörutíu prósent nefndarmanna eru konur og sextíu prósent karlar. Því eru kynjahlutföllin í heilda innan þeirra marka sem kveðið er á um í lögum um kynjakvóta í nefndum. Þar er kveðið á um að í öllum nefndum, ráðun og stjórnum þar sem fleiri en þrír sitja skuli stefnt að því að hvort kyn um sig skipi minnst fjörutíu prósent sæta.
Skipað var í 164 nefndir í fyrra. Af þeim uppfylltu 109, eða 66 prósent, ákvæði laganna um kynjakvóta. Þegar lögin voru sett uppfylltu 43 prósent nefnda ákvæði laganna en nú er það hlutfall komið í fimmtíu prósent.