Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Konsert með Joe Strummer & The Mescaleros

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Konsert með Joe Strummer & The Mescaleros

27.09.2018 - 09:29

Höfundar

Í Konsert vikunnar eru næstum 20 ára gamlir tónleikar sem sænska ríkisútvarpið (SR) tók upp á Hultsfred festival í svíþjóð sumarið 1999 með Joe Strummer og hljómsveitinni hans, The Mescaleros.

Tilefnið er að út er komið heilmikið Joe Strummer safn sem heitir Joe Strummer 001.
Þeir sem ekki þekkja nafnið Joe Strummer þekkja kannsmki nafnið The Clash, en Joe Strummer (sem hét reyndar John Graham Mellor) var söngvari The Clash sem  var önnur af tveimur lykil-hljómsveitum breska pönksins á sínum tíma, hin var Sex Pistols. Sex Pistols og Clash voru þær hljómsveitir sem leiddu breska pönkið á sjö-tugnum.

þetta Strummer safn sem er að koma út hefur að geyma allskyns týndar og óheyrðar upptökur með Joe Strummer sem hann gerði fyrir utan Clash og hefur að geyma 32 lög, bestu lögin af plötunum sem hann gerði undir eigin nafni og með Mescaleros og svo 12 upptökur sem hvergi hafa verið opinberar fyrr en núna. T.d. er þarna demó-upptaka af kassettu sem hafði verið geymd í bankahólfi síðan 1975. Lagið er Letsgetabitarockin sem hann gaf út með fyrstu alvöru hljómsveitinni sinni, The 101-ers áður en hann gekk til liðs við Clash.

Joe Strummer fæddist 21. Ágúst 1952 og lést 22. Desember 2002 á heimili sínu í Somerset á Englandi. Hann hafði farið út að ganga með hundinn sinn, kom heim, fékk hjartaáfall og dó. Hann var 50 ára.

Í tilefni af útgáfu Strummer safnsins höfðu höfuðstöðvar EBU í Genf samband við Ríkisútvörpin í Evrópu og spurðu hvort einhverstaðar lægju tónleikaupptökur með Strummer. Sænska útvarpið svaraði; jú við tókum Joe Strummer og Mescaleros upp á Hultsfred Festival 1999, og það er það sem við ætlum að heyra í Konsert í kvöld.

Í seinni huta þáttarins heyrum við svo upptökur frá tónleikum The Band í háskólanum í Chicago árið 1983.

Tengdar fréttir

Tónlist

200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins

Tónlist

Todmobile á Tónaflóði og Bjartmar á Ljósanótt

Tónlist

STAX í 50 ár í Royal Albert Hall

Tónlist

Jet Black Joe 2012 og 1993