
Konan var með eftirlíkingu af byssu
Lögreglan segir að sá mikli viðbúnaður vegna málsins hafi verið í samræmi við verklagsreglur lögreglunnar þar sem öryggi borgaranna og lögreglumannanna hafi verið haft í fyrirrúmi. Taka verið tilkynningum sem berist lögreglu um slík mál alvarlega og bregðast við þeim þannig að öryggi allra sé haft að leiðarljósi.
Tilkynning barst klukkan rúmlega tíu í morgun um konu í bíl sem ók upp að ungum karlmanni á Langholti á Selfossi, stöðvaði bíl sinn og miðaði skammbyssu að manninum og hvarf síðan á braut. Bíll konunnar fannst mannlaus skömmu síðar fyrir utan íbúðablokk á Selfossi. Skömmu áður hefði konan beint byssu að öðrum manni á Árvegi.
Kallað var til liðsauka sérsveitar ríkislögreglustjóra, og lögregla hafði gætur á húsinu á meðan. Gerðar voru áætlanir um að ná til konunnar en rétt fyrir klukkan eitt gekk konan lögreglu á hönd. Konan var handtekin og aðgerðum lögreglu á staðnum lauk þar með. Málið er nú í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi.