Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kona fer í stríð hlýtur Gyllta lestarteininn

Mynd með færslu
 Mynd: Kona fer í stríð/Facebook - Facebook

Kona fer í stríð hlýtur Gyllta lestarteininn

18.05.2018 - 09:38

Höfundar

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð hlaut í gærkvöldi Gyllta lestarteininn eða Grand Rail d‘Or en verðlaunin eru veitt af kvikmyndaunnendum úr hópi lestarstarfsmanna sem sækja Critics Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Aðstandendur myndarinnar eru um þessar mundur í Cannes og í tilkynningu á Facebook síðu myndarinnar lýsti Halldóra Geirharðsdóttir aðalleikona myndarinnar ánægju og þökkum með eftirfarandi orðum: „Glaðir lestarstarfsmenn völdu Kona fer í stríð bestu mynd Semaine de la critique á Cannes, myndin hlaut Gyllta lestarteininn. En lestir tengja fólk, hjörtu og heiminn saman eins og kvikmyndir. Lestarteinar eru í raun æðakerfi heimsins... og þessi úr gulli. Ég þakkaði þeim kærlega, ekki veitti af þar sem engar lestir eru á Íslandi... og setti verðlaunin á hausinn fyrir Benna.“

Þetta eru önnur verðlaunin sem myndin fær á hátíðinni en í vikunni sem leið hlutu Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson handritshöfundar myndarinnar SADC verðlaunin, sem samtök handritshöfunda og tónskálda veita á Critic's Week í Cannes.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Verk Von Triers vekur viðbjóð á Cannes

Kvikmyndir

Kona fer í stríð fær lofsamlega dóma í Cannes

Kvikmyndir

Einn dagur í frumsýningu í Cannes

Kvikmyndir

Kona fer í stríð til Cannes