Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kona fer í stríð heltist úr Óskarslestinni

Mynd með færslu
 Mynd:

Kona fer í stríð heltist úr Óskarslestinni

18.12.2018 - 11:06

Höfundar

Tilkynnt hefur verið um hvaða myndir hafa komist á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokki kvikmynda á erlendum málum. Kona fer í stríð, sem var framlag Íslands til verðlaunanna, nær ekki inn á listann.

Alls komu áttatíu og sjö myndir til greina í flokki kvikmynda á erlendum málum. Þar á meðal var kvikmynd Benedikts Erlingssonar og Ólafs Egilssonar Kona fer í stríð. Myndin var valin af íslensku kvikmynda- sjónvarpsakademíunni í rafrænni kosningu og niðurstaða hennar tilkynnt í september. Óskarsakademían tilkynnti í gær hvaða kvikmyndir ná inn á stuttlista verðlaunanna í völdum flokkum en Kona fer í stríð nær þar ekki inn.

Kvikmyndirnar sem ná í gegnum fyrsta niðurskurð eru Pájaros de verano (Birds of Passage) frá Kólumbíu, Den skyldige (The Guilty frá Danmörku), Werk ohne Autor (Never Look Away) frá Þýskalandi, Manbiki Kazoku (Shoplifters) frá Japan, Ayka frá Kazakstan, Capernaum frá Líbanon, Roma frá Mexíkó, Zimna wojna (Cold War) frá Póllandi og Beoning (Burning) frá Suður-Kóreu. Fimm kvikmyndir að keppa að lokum til verðlauna í flokknum.

Kona fer í stríð hefur hlotið góðar viðtökur víða um heim og hlotið alls 16 verðlaun síðan hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þar má helst nefna kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, LUX-kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins og SACD verðlaunin sem veitt eru af samtökum handritshöfunda og tónskálda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Fyrir skemmstu bárust fréttir af því að Jodie Foster komi til með að leikstýra, framleiða og leika aðalhlutverkið í bandarískri útgáfu myndarinnar.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Jodie Foster endurgerir Kona fer í stríð

Kvikmyndir

Halldóra og Sverrir tilnefnd til verðlauna

Kvikmyndir

Kona fer í stríð fær verðlaun Norðurlandaráðs

Kvikmyndir

Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins