Sjálfboðaliðar Rauða krossins sem aðstoðuðu við greftrun þeirra sem létust af völdum Ebólu kunna að hafa komið í veg fyrir meira en 10.000 banvænar smitanir. Örugg greftrun hafi verið lykilatriði í að sporna gegn útbreiðslu vírussins. Þetta gefur ný rannsókn til kynna samkvæmt umfjöllun BBC. Meira en 28.000 manns smituðust af vírusnum í vestanverðri Afríku á árunum 2014 til 2015, en þar af létust 11.310.