Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Komu í veg fyrir 10.000 smit

23.06.2017 - 03:50
Erlent · Afríka · Ebóla
epa04462247 Sierra Leone health workers walk to pick up a 4-month old baby victim that died of Ebola at Fort Street in central Freetown, Sierra Leone 24 October 2014. Latest statistics from the United Nations World Health Organization (WHO) place the
 Mynd: EPA
Sjálfboðaliðar Rauða krossins sem aðstoðuðu við greftrun þeirra sem létust af völdum Ebólu kunna að hafa komið í veg fyrir meira en 10.000 banvænar smitanir. Örugg greftrun hafi verið lykilatriði í að sporna gegn útbreiðslu vírussins. Þetta gefur ný rannsókn til kynna samkvæmt umfjöllun BBC. Meira en 28.000 manns smituðust af vírusnum í vestanverðri Afríku á árunum 2014 til 2015, en þar af létust 11.310.  

Samfélagslegar greftranir, þar sem fólk kom saman til að þvo líkama hinna látnu, ollu fjölmörgum smitum á fyrri stigum ebólufaraldursins. Stór hluti þess að bregðast við vírusnum var því að tryggja öruggar greftranir. Þá leiddi rannsóknin í ljós að mun færri smit hefðu komið til sögunnar ef hinir smituðu hefðu fengið hjúkrun á spítala frekar en í heimahúsi.

Vestur-Afríkuríkin Gínea, Líbería og Síerra Leóne fundu mest fyrir ebólufaraldrinum.

Sjá frétt BBC hér.