Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kólera breiðist hratt út í Beira

01.04.2019 - 16:11
epa07478634 Unicef members work in the newly opened Unicef center of Cholera treatment at Macurungo neighbourhood of the city of Beira, in the province of Sofala, central Mozambique, 01 April 2019' Reports state that there can be up to 45 thousand women to give birth in the following months after the passage of cyclone Idai. Reports state that some 1.7 million people are said to be affected across southern Africa after cyclone Idai hit on 14/15 March 2019.  EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES
Sjúkratjald í einu af hverfum Beira þar sem hlúð er að þeim sem hafa veikst af kóleru. Mynd: EPA-EFE - Lusa
Yfir fimm hundruð kólerutilfelli hafa greinst í hafnarborginni Beira í Mósambík. Gríðarleg flóð urðu í henni um miðjan síðasta mánuð þegar fellibylurinn Idai fór þar yfir. Að sögn heilbrigðisstarfsmanna er einn látinn af völdum kólerunnar, sem breiðist hratt út.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin á von á að 900 þúsund skammtar af bóluefni gegn henni berist til borgarinnar síðar í þessari viku. Varað er við því að faraldur kunni að breiðast út.

Yfir 700 íbúar Mósambík létust í óveðrinu, þar af yfir 500 í Beira. Hundruð þúsunda misstu heimili sín. Fólkið hefur takmarkaðan aðgang að hreinu vatni og hreinlæti er ábótavant.