Klassíkin okkar: Intermezzo

Mynd: RÚV / RÚV

Klassíkin okkar: Intermezzo

01.09.2017 - 19:23

Höfundar

Intermezzo úr Cavalleria rusticana eftir Pietro Mascagni.

Flytjendur: Elmar Gilbertsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson.

Óperur eru ekki allar um fyrirmenni og kónga, heldur birtast einnig í þeim hinir hversdagslegu og blásnauðu. Dæmi um þetta má finna í frægustu óperu ítalska tónskáldsins Pietro Mascagni (1863–1945) þar sem íbúar í fábreyttu sikileysku smáþorpi eru söguhetjurnar. Í verkinu, sem þykir hápunktur raunsæisstefnunnar í ítölskum óperum, kemur fyrir hið ægifagra millispil sem hljómsveitin leikur með svífandi laglínu sem lætur engan ósnortinn.

Í vor gafst almenningi færi á að kjósa sér draumaóperutónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og fór kosningin fram á vef RÚV. Nú er komið að því að hljómsveitin leiki verkin sem flest atkvæði hlutu í sannkallaðri óperuveislu í beinni útsendingu úr Eldborgarsal Hörpu. Er sýningin unnin í samstarfi við Íslensku óperuna.