Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Klæðnaðurinn er aðalatriðið í softball

Klæðnaðurinn er aðalatriðið í softball

27.10.2018 - 18:44
Yfir þrjú hundruð voru skráð til leiks á svokölluðu softballmóti í Breiðholti í dag. Þar mættust trúðar, bófar og grýlur en keppnin snýst fyrst og fremst um búningana.

Þetta er í fimmta sinn sem softballmót ÍR fer fram. Bjarni Fritzson, þjálfari meistarflokks ÍR, lýsir leiknum sem venjulegum handbolta með alls kyns skrýtunum og skemmtilegum reglum.

Ef öðru liðinu gengur of vel getur dómarinn til dæmis jafnað leikana með því að skipa leikmönnum að setja á sig vaselínsmurð sundgleraugu. Slíkur búnaður hefur óneitanlega neikvæð áhrif á sjón keppenda. Aðalverðlaunin eru þó fyrir bestu búningana og því mikill metnaður lagður í þá. Sjón er sögu ríkari, í spilaranum hér að ofan má sjá brot úr leiknum ásamt viðtölum.