Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Kjöt með andlit

27.02.2012 - 21:53
Mynd með færslu
 Mynd:
Lítið sláturhús í Þýskalandi hefur sett á markað kjötvörur með mynd af sláturdýrinu sjálfu á umbúðunum. Tilraunaverkefnið er hugarfóstur aðgerðarsinnans Denni Buchmann.

Hann tekur myndir af svínum, setur þær á internetið og biður fólk að kjósa um hvaða svín sé girnilegast. Buchmann slátrar síðan því svíni sem fær flest atkvæði, vinnur úr því ýmsar kjötvörur og setur á markað með stórri andlitsmynd af dýrinu á umbúðunum.

Með því að láta fólk bókstaflega horfast í augu við dýrin sem það borðar vonast hann til að hvetja almenning til að sýna dýrum meiri virðingu.

Hann segist ekki vera á móti því að fólk borði kjöt, tilgangurinn sé að berjast gegn ómannúðlegri meðferð á búfénaði.