Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Kjördæmasambandið vill Guðna

Mynd með færslu
 Mynd:
Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík vill að Guðni Ágústsson leiði listann í borginni. Guðni hefur notað páskana til að taka ákvörðun og ætlar að tilkynna hana á sumardaginn fyrsta.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist styðja val kjördæmasambandsins. Hann bendir þó á að það sé alfarið hennar hlutverk að raða niður á listann, en ekki formanns flokksins.

Óskar Bergsson tilkynnti afsögn sína sem oddiviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Með því sagðist hann  axla ábyrgð á slöku gengi flokksins, sem hefur mælst með 2-4 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Guðni Ágústsson segist bjartsýnn á að fylgið aukist á næstu vikum, en sveitarstjórnarkosningar verða eftir rúman mánuð, 31. maí.