Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kjer Hansen segir af sér

27.02.2016 - 11:52
Mynd með færslu
Eva Kjer Hansen, umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur. Mynd: Facebook
Eva Kjer Hansen, umhverfis- og matvælaráðherraráðherra Danmerkur, sagði af sér í morgun. Hansen sagðist ekki vilja vera baggi á ríkisstjórninni, en Íhaldsflokkurinn lýsti yfir vantrausti á hana fyrr í vikunni.

Hansen, sem sat í ríkisstjórn fyrir Venstre-flokkinn, hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Íhaldsflokkurinn lagði til vantraustillögu á Hansen vegna vafasamra útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda frá danska landbúnaðinum, sem Hansen leggur til grundvallar búvörusamningum danska ríkisins og dönsku bændasamtakanna.

Afsögn Hansen kemur illa við Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra. Løkke neitaði að leysa Hansen frá störfum og sagði að hann vildi frekar rjúfa þing og efna til nýrra koðsninga, en að láta þingið samþykkja vantraust á Hansen.

Lars Løkke sagði í samtali við danska ríkisútvarpið nú rétt í þess að hann sæi á eftir Hansen úr ríkisstjórn, og myndi strax eftir helgi ganga á fund drottningar til að útnefna nýjan ráðherra.
 

Jeg har med meget stor beklagelse modtaget miljø- og fødevareminister Eva Kjer Hansens beslutning om at træde tilbage...

Posted by Lars Løkke Rasmussen on Saturday, February 27, 2016