Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Kjarafundur hafinn hjá ríkissáttasemjara

16.01.2019 - 10:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök Atvinnulífsins stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara.

Fréttastofan náði tali af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, rétt fyrir fundinn. Hann bjóst ekki við því að fundurinn yrði undir klukkutíma. Aðspurður hvort að Samtök Atvinnulífsins ætli að leggja fram eitthvað nýtt á fundinum segir Halldór að trúnaður ríki um viðræðurnar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði á mánudag að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá sáttasemjara í dag sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið og byrjað verði að huga að leiðum til að ná kröfunum fram. Hugsanlega verðið lagt fram ákveðið aðgerðarplan.

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV