Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Kjálki úr lið og týndur míkrafónn

07.05.2014 - 16:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Það gekk á ýmsu þegar Pollapönk komst áfram í úrslit Eurovision keppninnar í gær. Heiðar Örn (blái polli) fór úr kjálkalið í fagnaðarlátunum og um tíma gat hann ekki lokað munninum.

Halli (rauði polli) lenti hins vegar í því í miðju atriði að reka sig í míkrafóninn sem datt í gólfið og týndist í nokkrar sekúndur. Þá gildir að hugsa fljótt og óvíst er hvort sjónvarsáhorfendur tóku yfir höfuð eftir því sem gerðist.

Þeir Baldvin Þór Bergsson og Ragnar Santos ræddu við Halla og Heiðar í dag en þeir segjast vera fullir af þakklæti fyrir viðbrögð sem þeir hafa fengið. Í dag kom líka í ljós að Pollapönk var eitt umtalaðasta atriðið á Twitter á meðan á keppninni stóð og það virðist vera sem Evrópu hafi áhuga á þessum litríku og skeggjuðu körlum frá Íslandi. BBC sagði meðal annars að það væri þess virði að eignast börn, bara til að geta fengið Pollapönk til að spila í barnaafmælum.