Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Kirkjan vanrækti skyldur sínar

02.11.2012 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur að starfsmenn kirkjunnar hafi vanrækt skyldur sínar. Ásakanir um kynferðisbrot komu ítrekað fram en virðist hvorki hafa verið fylgt eftir, né skráð í skjalasafn kirkjunnar.

Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar sem birt var í dag, kemur fram að biskuparnir Jolson og Gijsen hafi vanrækt þær skyldur að rannsaka ásakanir um kynferðisofbeldi af hálfu séra Georgs. Séra Patrick hafi vanrækt að tilkynna um ásakanir og séra Hjalti Þorkelsson, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla er talinn hafa vanrækt skyldu sína að bregðast við ásökunum um andlegt ofbeldi af hálfu Margrétar Müller.

Átta fyrrum nemendur í Landakotsskóla greindu nefndinni frá kynferðisofbeldi; 27  greindu frá andlegu ofbeldi, sem þau urðu fyrir eða urðu vitni að.