Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kim kominn til Vietnam

26.02.2019 - 08:57
Mynd með færslu
Kim veifar mannfjöldanum í Dong Dang í morgun. Mynd:
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er kominn til Víetnam þar sem hann ætlar að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á morgun.

Kim kom með járnbrautarlest til bæjarins Dong Dang í morgun og var vel tekið á móti honum. Hann hélt svo þaðan í bifreið til höfuðborgarinnar Hanoi þar sem leiðtogarnir ætla að funda.