Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kim Jong-un heimsækir Pútín innan skamms

23.04.2019 - 00:11
epa07033542 North Korean leader Kim Jong-un, smiles as he meets South Korean president Moon Jae-in (not pictured) during a luncheon at an Okryugwan restaurant in Pyongyang, North Korea, 19 September 2018 (issued 20 September 2018). The third Inter-Korean
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Mynd: EPA-EFE - PYONGYANG PRESS CORPS POOL
Kim Jong-un, formaður Verkamannaflokks Norður Kóreu og einræðisherra þar í landi, heldur fljótlega til viðræðna við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, í Moskvu. Norður-kóreska ríkisfréttastofan greindi frá þessu í tilkynningu í morgunsárið eystra, og staðfesti þar með fyrri tilkynningu sama efnis frá Kreml.

Í tilkynningu fréttastofunnar segir að Kim muni „fljótlega heimsækja Rússneska sambandsríkið" samkvæmt formlegu boði frá Pútín. „Þeir munu ræðast við á meðan á þessari heimsókn stendur," segir í gagnorðri tilkynningunni. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV