Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Kemur ekki í veg fyrir för Ahmeds

01.10.2012 - 18:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar ekki að grípa til aðgerða til að að koma í vegn fyrir að íraskur hælisleitandi verði sendur frá Noregi til Íraks. Hann fékk synjun um hæli hér á landi.

Ahmed Kamel kom hingað til lands fyrir tæpu ári eftir að norsk yfirvöld synjuðu honum um hæli þar. Eftir að hann fékk synjun líka hér var reynt að fá málið flutt fyrir dómstólum en því var hafnað. Ehmed var handtekinn á Suðurnesjum og fluttur daginn eftir aftur til Noregs. Það var gert í anda Dyflingarreglunnar sem kveður á um að hælisleitendur sæki ekki um hæli á fleiri en einum stað. Synjun Norðmanna eigi því að gilda. Eftir komuna þangað var honum neitað um að málið yrði tekið upp að nýju.

Kári Hólmar Ragnarsson lögmaður hans hér heima leitaði til Mannréttindadómstólsins og óskaði eftir því að dómstóllinn gripi inn í og stöðvaðið tímabundið að Írakinn yrði sendur til Íraks. Nú er komið í ljós að dómstóllinn ætlar ekki að beita þessu valdi eða ákvæði. Það þýðir með öðrum orðum að ekkert kemur nú í veg fyrir að Ahmed verði sendur til Íraks en þar telur hann að líf sitt sé í hættu.