Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Keisari japansks arkitektúrs verðlaunaður

Mynd með færslu
 Mynd:

Keisari japansks arkitektúrs verðlaunaður

06.03.2019 - 11:22

Höfundar

Arata Isozaki hlaut í gær Pritzker-verðlaunin, ein þau virtustu sem veitt eru arkitektum í heimi.

Arata Isozaki, sem kallaður hefur verið keisari japansks arkitektúrs, er margverðlaunaður hönnuður, fræðimaður og arkitekt. Hann bætti enn öðrum verðlaunum við í gær. Þá hlaut hann Pritzker-verðlaunin, sem stundum er líkt við Nóbelsverðlaun í arkitektúr, enda ein mesta viðurkenning sem býðst á því sviði.

Í fréttatilkynningu verðlaunanefndarinnar segir að Isozaki rísi yfir burðarvirki byggingarlistar og veki upp spurningar sem nái út fyrir söguleg tímabil og landamæri. Isozaki er 87 ára gamall. Í viðtali við New York Times segist hann vera himinlifandi yfir viðurkenningunni. „Þetta er líkt og kóróna sem ég get lagt á legsteininn.“

Mynd með færslu
Tsukaba Center, ljósmynd: Yasuhiro Ishimoto
Mynd með færslu
Domus: La Casa del Hombre, ljósmynd: Hisao Suzuki.
Mynd með færslu
Domus: La Casa del Hombre, ljósmynd: Hisao Suzuki.
Mynd með færslu
Héraðstjórnarbókasafnið í Ōita, ljósmynd: Yasuhiro Ishimoto
Mynd með færslu
LUCERNE FESTIVAL ARK NOVA, ljósmynd: Iwan Baan
Mynd með færslu
Rástefnuhöllin í Qatar, ljósmynd: Hisao Suzuki
Mynd með færslu
Leirflísagarður í Mino, ljósmynd Hisao Suzuki.