Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kaupmenn við Laugaveg óánægðir

15.03.2013 - 09:53
Mynd með færslu
 Mynd:
Aðalfundur Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem haldinn var í gær, harmar í ályktun tillitsleysi borgaryfirvalda gagnvart verslun við götuna.

Aðalfundur Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem haldinn var í gær, harmar í ályktun tillitsleysi borgaryfirvalda gagnvart verslun við götuna. Í sumum málum mæti kaupmenn hreinum fjandskap borgaryfirvalda, til að mynda þegar komi að lokun götunnar og hækkun bílastæðagjalda, sem hvort tveggja hafi stórskaðað verslun á svæðinu. Næsta sumar standi fyrir dyrum framkvæmdir við Klapparstíg, Frakkastíg, Hverfisgötu, Laugaveg og Snorrabraut og muni þær að einhverju leyti standa yfir fram í nóvember, að því áætlað sé. Á sama tíma og svo stórkostlegar framkvæmdir standi fyrir dyrum sé fráleitt að loka einnig Laugavegi fyrir bílaumferð, segir í ályktuninni.