Kaupendur gulls verði einnig skráningarskyldir

07.08.2018 - 05:00
epa00573710 (FILE) The undated picture shows gold bars in the safe of the German Federal Bank in Frankfurt Main, Germany. Designated Federal Finance Minister Peer Steinbrueck (SPD) plans to mobilise a part of the holdings of gold. Steinbrueck stated on
 Mynd: EPA - DPA
Neytendastofa hefur sent inn umsögn við drög að lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en stofnunin vill að lögin taki líka til kaupenda gulls og annarra eðalmálma, ekki bara seljanda.

Samkvæmt núverandi drögum að lögunum verða einungis seljendur eðalsteina og -málma skráningarskyldir. Neytendastofa, eini umsagnaraðili frumvarpsins, leggur til að kaupendur sem hafa milligöngu um verslun með slíkan varning verði einnig skráningarskyldir.

Fram kemur í umsögn Neytendastofu að viðskipti með eðalmálma með milligöngu þriðja aðila hafi farið vaxandi á undanförnum árum. 

„Til að mynda hafa komið hingað til lands erlendir aðilar í innkaupaferðir gagngert til að kaupa eðalmálma eða eðalsteina af íslenskum neytendum og auglýst í fjölmiðlum komu sína og tímabil heimsóknarinnar. Vandséð er að ákvæðið nái til slíkrar starfsemi“, segir meðal annars í umsókn Neytendastofu.

Frestur til að skila inn umsögnum við frumvarpið rennur út á morgun.

epa04295277 Some of 12kg gold bars are on display by Thai customs officers during a press conference at Customs Department in the Suvarnabhumi International Airport, Bangkok, Thailand, 02 July 2014, after they were seized from a South Korean man. Thailand
 Mynd: EPA
thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi