Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kaupa 3 milljónir evra á viku

11.06.2014 - 13:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að kaupa evrur reglulega, fyrir nær hálfan milljarð í viku hverri, fram til septemberloka. Bankinn hefur að jafnaði keypt níu milljónir evra á viku það sem af er árinu og síðasta árið hefur bankinn keypt evrur fyrir rúma fjörutíu milljarða króna.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri að nú þegar verðbólga sé undir markmiði bankans og gengi krónunnar ekki of lágt, standi til að safna gjaldeyri, frekar en að lækka vexti. „Þetta er svipað og við gerðum á árunum 2011 til 2012, en þá voru það lægri upphæðir.“