Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kaup Samherja á Olís samþykkt

12.09.2012 - 15:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Samherja og fleiri á meirihluta í Olís.Þó eru sett ákveðin skilyrði til að tryggja samkeppni á olíumarkaði.

Í kaupendahópnum með Samherja er FISK Seafood, félag Kaupfélags Skagfirðinga. Gömlu eigendurnir, Einar Benediktsson og Gísli Baldur Garðarsson eru þar með komnir í minnihluta. Þetta er lokahnykkurinn á fjárhagslegri endurskipulagningu Olís sem unnið hefur verið að undanfarin misseri í samvinnu vð Landsbankann, sem er helsti lánadrottinn olíufélagsins.