Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Kaup á Perlunni samþykkt

18.12.2012 - 20:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Reykjavíkurborg hefur samþykkt kaup á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið er 950 milljónir króna. Tankarnir í Öskjuhlíð verða áfram í eigu Orkuveitunnar en gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg leigi einn tankinn og að hann verði áfram notaður sem safn.

Viðræður standa yfir á milli menntamálaráðuneytisins og borgarinnar um að Náttúrminjasafnið fá sýningaraðstöðu í Perlunni.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu andmæli sín við þessi viðskipti á borgarstjórnarfundi í dag og segja að hér sé aðeins um tilflutning á fjármagni úr einum vasa í annan að ræða þar sem borgin eigi 94% í Orkuveitu Reykjavíkur. Á tímum sem þessum sé þetta því óverjandi aðgerð sem ekki taki mið af fjárhagslegum hagsmunum Reykjavíkurborgar eða Reykvíkinga.