Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Katrín leiðir B-listann í Dalvíkurbyggð

Mynd með færslu
 Mynd: Katrín Sigurjónsdóttir
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri leiðir B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Jón Ingi Sveinsson framkvæmdastjóri er í öðru sæti. Tveir listar bjóða fram í sveitarsfélaginu.

Kynjahlutfall er jafnt á listanum. Katrín er framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. og var hún í sveitarstjórn í Dalvíkurbyggð á árunum 1994 til 2004. Jón Ingi, framkvæmdastjóri Kötlu ehf., skipar annað sætið og Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi það þriðja. 

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018

1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdarstjóri
2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdarstjóri
3. Þórhalla Karlsdóttir, þroskaþjálfi
4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
10. Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
12. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
13. Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
14. Atli Friðbjörnsson, bóndi og fyrrv. oddviti

 

 

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV