Katrín hringdi í Guðmund í gær

30.11.2017 - 15:14
Mynd: Freyr Arnarson / RÚV
„Hún hringdi í gær – svo hafði hún aftur samband í gærkvöldi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra Vinstri grænna. Guðmundur situr ekki á þingi heldur hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. Hann segir að það leggist ágætlega í sig að verða stjórnmálamaður. „Það leggst bara ágætlega í mig. Ég er fyrst og fremst bara auðmjúkur og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt.“

Guðmundur mætti á Bessastaði nú rétt fyrir klukkan þrjú, þar sem ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur formlega við völdum á fundi ríkisráðs. Hann var spurður að því hvort hann teldi að það yrði erfitt að fara úr því að vera í forsvari fyrir hagsmunasamtök og vera hinum megin við borðið – sem stjórnmálamaður.

„Án efa mun það taka á en ég hlakka bara til að takast á við þau verkefni eins og önnur,“ segir Guðmundur, sem segir að Katrín hafi haft samband við sig í gær og hann hafi þurft að hugsa sig um.

„Ég hugsaði mig um, já, að sjálfsögðu. Maður gerir það með svona stórar ákvarðanir.“

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi