„Við erum núna að skipta um innviði í mælastöð á Austmannsbungu, við brún Kötluöskjunnar. Þetta er mikilvægur mælingastaður en mjög erfiður því þarna er mikil ísing og vindasamt og stöðin því viðhaldsfrek. Við erum að byggja hana upp þannig að hún standist betur veður og vind," segir Bergur.
Landinn slóst í för með vísindamönnum veðurstofunnar upp á Mýrdalsjökul í vikunni. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.