Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Katarina Medici og appelsínuöndin

Mynd: myrecipies.com / myrecipies.com
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er matgæðingur Mannlega þáttarins og kemur til okkar á föstudögum. Í dag sagði hún okkur frá Katarínu Medici sem kenndi Frökkum að borða með hníf og gafli og kenndi þeim að elda appelsínuönd auk margs annars.

Katarina af Medici var einungis 14 árqa gömul þegar hún var gift frakkakonungi, hún pakkaði niður dótinu sín og með henni til Frakklands fór matreiðslumeistarinn hennar.

Það er sagt að þau hafi kennt frökkum að borða með hníf og gafli, elda appelsínuönd og listina að djúpsteikja.

Crostini frá Toskana

500gr kjúklingalifur

Smjör

Hadnfylli af capers

5 ansjósuflök

Salt

Pipar

1 dl púrtvín

 

Hreinsa og þerra kjúklingalifur og steikja í smöri.

Mauka í matvinnsluvél, bæta út í ansjósur capers, steinselju, púrtvíni salt og pipar.

Bera fram  með góðu sveitabrauði.

 

 

Önd í appelsínu  (Anatra all´arancia)

Önd

Fjórar appelsínur

1 msk sykur

3 hvítlauskgeirar

Einn lítill laukur

Ein gulrót

Sellerýstöng

Handfylli af salvíu

Ólíufolía

Salt og pipar

 

Þerra fuglinn  og setjið hálfa appelsínu inn í hann ásamt hvítlauk, salvíu, salti og pipar, lokið honum með prjóni.

Nuddið fulginn með olíu og salti og pipar. Leggið á steikarpönnu (sem má fara inn í ofn)  steikið við 190 gráður í 30 mínútur eða þar til hann er tilbúin. Snúið fuglinum og vökvið með hvítvíni á meðan á steikingu stendur.

Takið fuglinn úr ofninu og haldið heitum.

Bætið út í ofnskúffuna, lauk, gulrót, sellerí ( takið samt svoítið af fitunni áður en þið bætið grænmetinu út í) og látið malla. Þegar laukurinn er orðin fallegur á litinn þá bætið þið sykri út á og afganginum af appelsínunum (skrældum og skornum í bita). Látið malla áfram og bætið hálfum bolla af hvítvíni út í.

Látið malla áfram og bætið þá öndinni á pönnuna og hitið aðeins. Það er ágætt að bæta smá krafti ef þið viljið í grænmetið.

 

ghansson's picture
Gunnar Hansson
dagskrárgerðarmaður